Með samverustund er lögð áhersla á að efla mál-, vitsmuna- og félagsþroska og er börnunum skipt í hópa eftir aldri.

Lesnar eru bækur, vísur, þulur og farið í leiki. Farið er yfir hugtaka-, lita- og talnaskilning ásamt þekkingu á eigin persónu og nánasta umhverfi, svo sem heiti líkamshluta, nafn, aldur og fleira.

Sjálfsvitund er styrkt meðal annars með því að börnin koma fram fyrir hópinn og segja frá.

© 2016 - Karellen